Pólstjarnan

Government tenants

Um hvað snýst verkefnið?

Þann 1. júní 2018 keypti Fjármálaráðuneytið, fyrir hönd A-hluta stofnana ríkisins, hugbúnaðarleyfi fyrir Microsoft hugbúnaðarlausnir fyrir skrifstofuumhverfi. Verkefnið sem nefnt hefur verið Pólstjarnan snýr að skipulagningu og undirbúningi á innleiðingu á þessum hugbúnaðarlausnum.

Af hverju er verkefnið unnið?

Hagræði ríksins í því að kaupa þessar hugbúnaðarlausnir frá Microsoft snýst ekki einvörðungu um sameiginleg innkaup hugbúnaðarlausna, heldur frekar að réttri nýtingu þeirra. Pólstjörnuverkefnið mun stuðla að því að tryggja rétta innleiðingu og nýtingu lausnanna hjá stofnunum ríkisins. Rétt innleiðing snýr meðal annars að tæknilegum uppsetningum, öryggi gagna, nýtingu nýrra samvinnumöguleika, samnýtingu þekkingar og samræmingu vinnuumhverfa.

Fyrir hverja er verkefnið unnið?

Verkefnið mun snerta flesta starfmenn A-hluta stofnana ríkisins, eða um 11% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði (tölur byggðar á “Tölur og útgefið efni” Fjármála- og efnahagsráðuneytisins). Auk þess snertir það marga nemendur í ríkisreknum framhaldsskólum og háskólum.

Við hvað styður verkefnið?

Verkefnið styður aukið hagræði í nýtingu samræmdra hugbúnaðarlausna. Með því að koma öllum stofnunum ríkisins á nýjan tæknigrunn opnast tækifæri á auknum og sveigjanlegum samskiptamáta með öruggum hætti milli og innan stofnana. Verkefnið styður einnig aukið gagnaöryggi og bættum rekstri fyrir allar stofnanir.